12. þáttur. Ólafur Gestur Arnalds

Ólafur G. Arnalds er vísindamaður inn að beini en hann er líka frábær bassaleikari. Óli hefur helgað starfsvettvang sinn fræðastörfum á sviði jarðvegs og vistkerfa og kennt ófáum háskólanemanum allt um moldina og mikilvægi hennar. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir fræðastörf sín og gaf nýverið út bókina „Mold ert þú“, stórvirki sem enginn ætti að láta fara framhjá sér.

Óli hefur verið málsvari moldarinnar um langt skeið og haft afgerandi áhrif á þekkingu og skilning okkar á þessari dýrmætu auðlind, enda ósjaldan skrefi á undan samtímanum. Í þættinum ræða þeir Mummi meðal annars moldina, sauðfjárbeit og nokkrar af þeim baráttum sem Óli hefur háð við stjórnsýsluna til að knýja fram breytingar.

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni