Kaldi Potturinn
Spjallið sem þú vilt ekki missa af
Kaldi Potturinn er spjallþáttur þar sem Mummi fær til sín á sviðið heima allskonar fólk úr öllum kimum samfélagsins, með fjölbreytta lífsreynslu, djúpa sýn á tilveruna og sterkar skoðanir á lífinu. Fólk sem fer sínar eigin leiðir. Mummi hefur sjálfur sterkar skoðanir og óhræddur við að tjá sig um hvað sem er, svo allt fær að flakka á sviðinu. Kaldi Potturinn hefur ekkert að fela.
Spjallið
13. Þáttur. Elísabet Kristín Jökulsdóttir
“Held að guð hafi geymt mig norður á Ströndum og ég held að ég hafi orðið skáld norður á Ströndum”. Þjóðargersemin Elísabet Kristín Jökulsdóttir, margverðlaunaður rithöfundur og skáld er gestur Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Í þættinum ræða þau á einlægan og opinskáan hátt um lífshlaup hennar, sorgir og sigra og hvað það er að vera manneskja, hluti af náttúrunni…
12. Þáttur. Ólafur Gestur Arnalds
Ólafur G. Arnalds er vísindamaður inn að beini en hann er líka frábær bassaleikari. Óli hefur helgað starfsvettvang sinn fræðastörfum á sviði jarðvegs og vistkerfa og kennt ófáum háskólanemanum allt um moldina og mikilvægi hennar. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir fræðastörf sín og gaf nýverið út bókina „Mold ert þú“, stórvirki sem enginn ætti að láta fara framhjá sér…
11. Þáttur. Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland
“Lýðskólinn á Flateyri er staðurinn til að finna sig á” segir Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland í spjalli við Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Í þættinum ræða þau meðal annars hvað fékk þessa flottu ungu konu sem frá fjögurra ára aldri ólst upp í Noregi, var í norska hernum að loknum grunnskóla en flutti nýverið aftur til Íslands til að fara vestur og dvelja veturlangt á Flateyri, í faðmi vestfirskra fjalla.

Gamla Borg þinghús
Saga Gömlu Borgar er mjög athyglisverð. Húsið var teiknað af Þorleifi Eyjólfssyni og er eina...

Týr Hugverk
Mummi er hugmyndaríkur gaur sem þrífst best í skapandi umhverfi. Hann hefur elskað myndformið frá...

Hvernig varð Kaldi Potturinn til?
Að eiga og búa í gömlu samkomuhúsi er draumastaður skapandi fólks sem sér heiminn án takmarkana....