Kaldi Potturinn
með Mumma

Allir þættir

38. Þáttur. Guðmundur Ingi Þorvaldsson

38. Þáttur. Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Guðmundur Ingi Þorvaldsson listamaður, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins er líklega hvað þekktastur sem leikari en hann er einnig fantaflottur leikstjóri og tónlistarmaður svo eitthvað sé nefnt. Hann er…

37. Þáttur. Þorvaldur Gylfason

37. Þáttur. Þorvaldur Gylfason

Þorvaldi Gylfasyni hagfræðingi, nýjasta viðmælanda Mumma í Kalda pottinum finnst framboð fyrrum forsætisráðherra til forseta vera myndbirting mjög alvarlegs hagsmuna árekstrar sem jaðri við siðvillu af vondri tegund…

36. Þáttur. Sigurður Ingólfsson

36. Þáttur. Sigurður Ingólfsson

Nýjasti viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum tók eitt sinn þátt í mótmælum í Frakklandi því hann langaði að prófa hvernig það væri að vera gasaður. Honum fannst það lítt gott og lét eitt skipti duga. Sigurður Ingólfsson skáld, þýðandi og leiðsögumaður féll…

33. Þáttur. Finnur Ricart Andrason

33. Þáttur. Finnur Ricart Andrason

Finnur Ricart Andrason, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins er þekktur sem einn af sterku röddum ungu kynslóðarinnar sem hafa tekið afgerandi stöðu með náttúru- og loftslagsvernd síðustu árin. Þó Finnur sé aðeins ríflega tvítugur hefur hann nú þegar látið til sín taka á vettvangi umhverfis- og loftslagsmála hérlendis og erlendis. Hann er forseti Ungra Umhverfissinna og hefur, ásamt félögum sínum þar, hrist talsvert upp í íslenskri pólitík með því að vera stöðugt með…

32. Þáttur. Ástþór Magnússon

32. Þáttur. Ástþór Magnússon

Hann er langt á undan sinni samtíð; frumkvöðull og friðarsinni sem vill gera heiminn að miklu betri stað og beita embætti forseta Íslands til þess. Ég vil sjá Ísland verða land friðarsins segir Ástþór Magnússon viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Í þættinum fara þeir Mummi í gegnum ævintýralegt lífshlaup Ástþórs og rifja meðal annars upp hvernig hann komst sem fréttaljósmyndari Sunday Times til Vestmannaeyja á meðan gosið stóð sem hæst, hvernig útsendari Thatcher stjórnarinnar í Bretlandi hafði…

31. Þáttur. Erla Ruth Harðardóttir

31. Þáttur. Erla Ruth Harðardóttir

Erla Ruth Harðardóttir leikkona með meiru og leiðsögumaður er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Erla Ruth lærði leiklist á sínum tíma í London og starfaði við leikhús og kvikmyndaleik um árabil en stofnaði síðar skóla fyrir börn þar sem hún kenndi söng og leiklist í 24 ár. Síðustu árin hefur hún lagt leiðsögn ferðamanna fyrir sig og rekur í dag sitt eigið leiðsögufyrirtæki. Hún er samt enn að leika í sjónvarpsseríum þegar tækifærin bjóðast og er mjög sátt við lífið eins og það hefur raða sér…

30. Þáttur. Magnús Þór Sigmundsson

30. Þáttur. Magnús Þór Sigmundsson

Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður með meiru er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Magnús er eitt stærsta nafnið í íslenskri tónlistarsögu og er á meðal ástsælustu laga- og textahöfunda landsins. Hann hefur verið í tónlistar- bransanum frá árinu 1966 og er enn að. Í þættinum fara þeir Mummi víða og ræða meðal annars tónlistarferilinn hans og ár Magnúsar og Jóhanns á erlendri grundu, svo sem þegar þeim var boðið að flytja til USA til að gerast…

29. Þáttur. Þorgeir Frímann Óðinsson

29. Þáttur. Þorgeir Frímann Óðinsson

Hann venti kvæði sínu í kross eftir að hafa verið í framlínu tölvuleikjaframleiðenda hérlendis um árabil og sinnir nú verkefnum sem næra sálina, umfram annað. Þorgeir Frímann Óðinsson, listamaður, leikmyndahönnuður, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður samtaka tölvuleikjaframleiðenda, svo eitthvað sé nefnt, er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Þorgeir á stórt og oft afar erfitt lífshlaup að baki en er í dag afar sáttur við lífið og þá fyrst og fremst…

28. Þáttur. Viðar Eggertsson

28. Þáttur. Viðar Eggertsson

Hann lék Drakúla greifa í leikhúsgerð í Dublin í tilefni 100 ára útgáfuafmælis bókarinnar um Drakúla og segir að sagan, sem var gefin út á Viktoríutímanum í Bretlandi árið 1897, sé afar erótísk með sterkum kynferðislegum undirtóni þegar nánar sé að gáð. Enda voru táknmyndir eina leiðin til að nálgast forboðna ávexti á þeim tíma. Viðar Eggertsson leikari, leikstjóri og varaþingmaður er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Viðar á langa og farsæla sögu úr heimi…

27. Þáttur. Óttarr Proppé

27. Þáttur. Óttarr Proppé

Óttarr Proppé, viðmælanda Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins, þarf vart að kynna, svo vel er hann munstraður inn í þjóðarsálina. Óttarr er einn af okkar betri listamönnum og hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi um árabil. Hann er söngvari hljómsveitarinnar Dr. Spock og meðlimur í rokksveitinni HAM. En hann á líka pólitíska fortíð. Óttarr var til að mynda einn af stofnendum Besta Flokksins í Reykjavík og varð borgarfulltrúi í kjölfar kosninganna árið 2010. Nokkrum árum seinna varð…

26. Þáttur. Þórunn Wolfram Pétursdóttir

26. Þáttur. Þórunn Wolfram Pétursdóttir

Þegar jafnaldrar hennar úr Garðabænum fóru í framhaldsskóla flutti hún 16 ára í sveitina, eignaðist börn og sinnti búskap. Áratug seinna var hún komin á skólabekk í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði og lærði þar umhverfisfræði. Þaðan var ekki aftur snúið, enda er þessi kona með eindæmum forvitin um lífið og tilveruna og hvernig allt í þessum heimi er órjúfanlega tengt inn í eina heildarmynd. Næstu 25 árin hélt hún áfram menntaveginn en þræddi leiðir…

25. Þáttur. Ingibergur Sigurðsson

25. Þáttur. Ingibergur Sigurðsson

Það var seinnipartinn í mars á síðasta ári sem hann fór í sneiðmyndatöku vegna óþæginda sem hann hélt að væru af völdum nýrnasteina. Meinið reynist hinsvegar vera alvarlegra en það, því hann greindist með nýrnakrabbamein sem hafði dreift sér bæði í lungun og lifrina. Fréttir sem enginn er búinn undir að fá en Ingibergur Sigurðsson, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins hefur náð að takast á við þetta óumbeðna…

24. Þáttur. Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur

24. Þáttur. Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur

Hán er miðill, raftónlistarkvár og sjálfmenntað í lífsins grúski. Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hán er mögnuð mannvera sem til dæmis hlustar á tónlist eins og við flest gerum en finnur líka bragð af einstaka tónum og sér þá í litum. Sumir tónar eru stríðir og geta kallað fram ógleði á meðan aðrir flæða og leiða hán í alsælu. Hán gengur í svefni og á það til að bregða sér steinsofandi úr húsi…

23. Þáttur. Svanur Gísli Þorkelsson

23. Þáttur. Svanur Gísli Þorkelsson

Hann segist stunda „Omnium Gatherum“, öðru nafni alþýðufræði. Rithöfundurinn og leiðsögumaðurinn Svanur Gísli Þorkelsson er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Svanur er fantagóður sögumaður og afar lipur penni. Það skemmir heldur ekki fyrir að hann hefur yfirgripsmikla söguþekkingu og fer á kostum í hverjum pistlinum á fætur öðrum á samfélagsmiðlum. Skiptir engu hvort umfjöllunarefnið tengist…

22. Þáttur. Unnur Birna Björnsdóttir

22. Þáttur. Unnur Birna Björnsdóttir

Unnur Birna Björnsdóttir, tónlistarkona og jassgeggjari, með meiru, er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hún er líklega hvað þekktust fyrir frábæran fiðluleik og söng en hún semur líka sjálf tónlist og hefur tekið þátt í mörgum leikverkum þar sem hún hefur bæði leikið, dansað og spilað. Unnur Birna hefur meðal annars spilað með Ian Anderson, söngvara hljómsveitarinnar Jethro Tull…

21. Þáttur. Gyða Dröfn Tryggvadóttir

21. Þáttur. Gyða Dröfn Tryggvadóttir

“You have to feel it to heal it” segir Gyða Dröfn Tryggvadóttir, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH, sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum (PIT Therapy) sem daglega er kallað meðvirkni og hefur iðkað Zen hugleiðslu í meira en 20 ár. Í þættinum spjalla þau Mummi vítt og breitt um lífið, til að mynda hvað það er að vera heil manneskja, hvernig meðvirkni í

20. Þáttur. Gylfi Þór Þorsteinsson

20. Þáttur. Gylfi Þór Þorsteinsson

“Maður mælir styrkleika og stærð einstaklings ekki í því hversu oft hann er sleginn niður heldur bara hversu snöggur hann er að standa upp – og stundum er það [að standa upp] erfitt” segir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður fjöldahjálparstöðvar Rauða Krossins, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Gylfi er reynslubolti sem starfaði lengi við fjölmiðla en færði sig síðar á vettvang hjálparstarfs, enda brennur…

19. Þáttur. Stefán Jón Hafstein

19. Þáttur. Stefán Jón Hafstein

“Ég bara verð að segja frá þessu” segir Stefán Jón Hafstein rithöfundur í spjalli sínu við Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins og segir það vera sinn lífsferil og jafnvel lífsköllun að vera maðurinn sem segir frá. Stefán Jón starfaði á árum áður í útvarpi og sjónvarpi hérlendis og tók virkan þátt í borgarpólitíkinni á fyrsta áratug aldarinnar en hefur frá árinu 2007 starfað á alþjóðavettvangi á vegum Þróunarsamvinnustofnunar…

18. Þáttur. Axel Á Njarðvík

18. Þáttur. Axel Á Njarðvík

“Trúlaus maður er væntanlega ekki til vegna þess að til þess að geta tekist á við raunveruleikann þarftu að bera traust til hans. Annars verðurðu kvíðanum að bráð eða óttanum að bráð.” Axel Á. Njarðvík prestur í Skálholti er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Axel hóf nám í verkfræði við HÍ á sínum tíma en ákvað af forvitni að færa sig yfir í guðfræðinám. Hann fann sína köllun þar og hefur starfað sem prestur…

17. Þáttur. Valgerður Árnadóttir

17. Þáttur. Valgerður Árnadóttir

Valgerður Árnadóttir aktívisti, grænkeri, náttúrubarn og varaþingmaður Pírata er nýjasti viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum. Hún hefur verið mjög áberandi í umræðunni síðustu misserin og er óhrædd við að vekja athygli á því sem betur mætti fara í samfélaginu, hvort sem það tengist hvalveiðum, sjókvíaeldi, þauleldi dýra, gerendameðvirkni eða öðru sem henni finnst þurfa að draga upp á yfirborðið, inn í umræðu dagsins…

16. Þáttur. Magnús J. Kjartansson

16. Þáttur. Magnús J. Kjartansson

“Ég er landamærabarn” segir Maggi Kjartans. tónlistarmaður sem fæddist og ólst upp í bítlabænum Keflavík með bandaríska herinn í bakgarðinum. Í nýjasta þætti Kalda Pottsins ræðir Mummi við Magga um flest annað en tónlistarferilinn hans og Trúbrot. Þeir ræða meðal annars æskuárin hans í Keflavík og vítt og breitt um lífið og tilveruna á léttu nótunum, enda hefur Maggi einstaka hæfileika á að krydda samtöl með kómík.

15. Þáttur. Álfheiður Eymarsdóttir

15. Þáttur. Álfheiður Eymarsdóttir

Pönk-rokkarinn Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, Pírati og bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Selfoss er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Alfa, eins og hún er alltaf kölluð, á litríka og á köflum afar erfiða sögu að baki frá því hún var lítil stelpa á Höfn í Hornafirði allt til hún flutti á Selfoss fyrir nokkrum árum síðan. Í þættinum ræða þau Mummi meðal annars æskuna hennar á Höfn, óreglu…

14. Þáttur. Thomas Möller

14. Þáttur. Thomas Möller

“Það er verið að taka af okkur gífurlegan pening í gjaldeyrisskiptakostnað sem myndi að mestu hverfa ef við værum með evru” segir Thomas Möller, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Thomas er hagverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Berlín, með MBA gráðu frá HR og hefur í gegnum árin starfað við stjórnun og rekstur fjölmargra fyrirtækja hérlendis…

13. Þáttur. Elísabet Kristín Jökulsdóttir

13. Þáttur. Elísabet Kristín Jökulsdóttir

“Held að guð hafi geymt mig norður á Ströndum og ég held að ég hafi orðið skáld norður á Ströndum”. Þjóðargersemin Elísabet Kristín Jökulsdóttir, margverðlaunaður rithöfundur og skáld er gestur Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Í þættinum ræða þau á einlægan og opinskáan hátt um lífshlaup hennar, sorgir og sigra og hvað það er að vera manneskja, hluti af náttúrunni…

12. Þáttur. Ólafur Gestur Arnalds

12. Þáttur. Ólafur Gestur Arnalds

Ólafur G. Arnalds er vísindamaður inn að beini en hann er líka frábær bassaleikari. Óli hefur helgað starfsvettvang sinn fræðastörfum á sviði jarðvegs og vistkerfa og kennt ófáum háskólanemanum allt um moldina og mikilvægi hennar. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir fræðastörf sín og gaf nýverið út bókina „Mold ert þú“, stórvirki sem enginn ætti að láta fara framhjá sér…

11. Þáttur. Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland

11. Þáttur. Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland

“Lýðskólinn á Flateyri er staðurinn til að finna sig á” segir Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland í spjalli við Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Í þættinum ræða þau meðal annars hvað fékk þessa flottu ungu konu sem frá fjögurra ára aldri ólst upp í Noregi, var í norska hernum að loknum grunnskóla en flutti nýverið aftur til Íslands til að fara vestur og dvelja veturlangt á Flateyri, í faðmi vestfirskra fjalla.

10. Þáttur. Gunnar Dan Wiium

10. Þáttur. Gunnar Dan Wiium

Það er ekki auðvelt að draga saman í nokkrum línum lýsingu á Gunnari Dan. Hann er maður með hraðan virkan huga sem leitast við að finna tilgang í samhengi tilverunnar. Reynslubolti með lífsreynslu á við marga mannsaldra í flestum, ef ekki öllum litbrigðum ljóssins. Það einkennir Gunnar Dan þessi mikla útgeislun sem hrífur alla með sér og ýtir við fólki að sjá stóru myndina í samhengi…

9. Þáttur. Halldóra Sigurðardóttir

9. Þáttur. Halldóra Sigurðardóttir

Nýjasti viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum er Halldóra Sigurðardóttir, fjölmiðlafræðingur, rithöfundur og þýðandi. Hún þýddi meðal annars bókina Leyndarmálið (“The Secret”) yfir á íslensku og fyrir þremur árum gaf hún út sína eigin bók, “Dauði Egósins”. Í þættinum ræða þau Mummi meðal annars bókina hennar og ýmis atvik úr lífi Halldóru, svo sem þegar hún var fjarlægð af heimili sínu…

8. Þáttur. Valdimar Örn Flygenring

8. Þáttur. Valdimar Örn Flygenring

Valdimar Örn Flygenring leikari, tónlistamaður og náttúrutöffari er gestur Mumma í Kalda Pottinum að þessu sinni. Í spjallinu dregur hann ekkert undan, hvort sem það er lýsing á vanlíðan drengsins sem vildi hverfa héðan, misnotkun vímugjafa á yngri árum til að deyfa sársauka eða hvernig hann náði að snúa við blaðinu og finna lága tóninn innra með sér. Gaurinn sem eitt sinn var módel í Calvin…

7. Þáttur. Spessi

7. Þáttur. Spessi

Spessi er afar áhugaverður karakter. Einn af fremstu ljósmyndurum landsins, þekktur fyrir óhefðbundin og ögrandi stíl í verkum sínum sem hefur á stundum verið umdeildur. Það átti til dæmis við um ljósmyndaverkið sem byggði á matardiskum starfsfólks Orkuveitunnar við lok máltíðar. Spessi er einn af þeim sem var talsvert lengi að finna sína leið í lífinu og hafði reynt ýmislegt áður en…

6. Þáttur. Auður Ingibjörg Ottesen

6. Þáttur. Auður Ingibjörg Ottesen

Auður er með litríkari og skemmtilegri karakterum landsins. Algjör jaxl að eigin sögn, þrjósk, skapandi, drífandi, jafnréttissinni og hefur alltaf farið sínar leiðir í lífinu. Hefur til dæmis unnið við bátasmíði, lærði húsgagnasmíði og var einu sinni maóisti þangað til hún áttaði sig á því að þetta væri eiginlega allt bara heilaþvottur og hætti því. Síðustu áratugina hefur hún einbeitt sér að…

5. Þáttur. Pálmi Gunnarsson

5. Þáttur. Pálmi Gunnarsson

Við þekkjum langflest Pálma Gunnars tónlistarmann sem hefur spilað og sungið sig inn í hjörtu okkar síðustu hálfu öldina eða svo. Færri okkar þekkja Pálma umhverfispönkara sem lætur sér afar annt um náttúru jarðar og sjálfbæra auðlindanýtingu. Hann hefur til að mynda afar sterkar skoðanir á laxeldi í opnum sjókvíum og vill það allt upp á land. Í þættinum ræða þeir Mummi meðal annars…

4. Þáttur. Bíbí Ísabella Ólafsdóttir

4. Þáttur. Bíbí Ísabella Ólafsdóttir

“Sterk, furðuleg manneskja sem er sambland af öllu því yndilegasta sem ein manneskja getur haft” Þannig lýsti Vigdís Grímsdóttir rithöfundur næsta viðmælanda Mumma, henni Bíbí Ísabellu Ólafsdóttur fyrir nokkru síðan. Það hefur ekkert breyst og Bíbí jafn sterk, furðuleg og yndisleg í dag og hún var þá. Í þættinum ræða Mummi og Bíbí örlagasögu hennar og hvernig skyggnigáfan hefur…

3. Þáttur. Erlendur Eiríksson

3. Þáttur. Erlendur Eiríksson

Grænkeraostagerðarmeistarinn Elli er magnaður gaur með kunnáttu á við heilt þorp! Hann er líka leikari, lögfræðingur, matreiðslumeistari og flugmaður og hefur hreiðrað um sig ásamt fjölskyldunni í græna bænum Hveragerði. Þar rekur hann, ásamt fleirum, fyrirtækið Lifefood sem framleiðir meðal annars jarðeplaosta, svokallaðar kartarellur. Í þættinum spjalla þeir…

2. Þáttur. Heiða Björk Sturludóttir

2. Þáttur. Heiða Björk Sturludóttir

Heiða er ayurveda sérfræðingur, næringarþerapisti, jógakennari og umhverfisfræðingur. Hún er líka aktívisti og náttúrubarn. Hún býr ásamt Þresti sínum og köttum í sveitasælunni í Grímsnesinu og er með jógatjald í garðinum þar sem hún heldur reglulega jóga nidra námskeið. Í þættinum ræða Heiða og Mummi meðal annars um hin fornu lífsvísindi Ayurveda, sem…

1. Þáttur. Gísli Kr. Björnsson

1. Þáttur. Gísli Kr. Björnsson

Gísli Kr. Björnsson er lögmaður, fyrrverandi múraralærlingur, golfari, skíðagaur og fjallgöngugarpur. Fyrst og síðast er hann samt faðir og býr með börnunum sínum og hundi í höfuðborginni. Gísli er með skemmtilegri mönnum, stálminnugur og hefur lag á að sjá það spaugilega í lífinu, bæði í gleði og í sorg. Í þættinum ræða þeir Mummi lífshlaup hans og Ríó passar upp á að þeir haldi sig á sporinu.