14. Þáttur. Thomas Möller

“Það er verið að taka af okkur gífurlegan pening í gjaldeyrisskiptakostnað sem myndi að mestu hverfa ef við værum með evru” segir Thomas Möller, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Thomas er hagverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Berlín, með MBA gráðu frá HR og hefur í gegnum árin starfað við stjórnun og rekstur fjölmargra fyrirtækja hérlendis, meðal annars hjá Olís, Eimskip, Thorarensen lyf og Rekstrarvörum. Í þættinum ræða þeir Mummi örmyntina okkar, íslensku krónuna, kosti Evrópusambandsins fyrir örþjóð eins og Ísland og stöðu Íslands í evrópsku samhengi.

 

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni