15. Þáttur. Álfheiður Eymarsdóttir
Pönk-rokkarinn Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, Pírati og bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Selfoss er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Alfa, eins og hún er alltaf kölluð, á litríka og á köflum afar erfiða sögu að baki frá því hún var lítil stelpa á Höfn í Hornafirði allt til hún flutti á Selfoss fyrir nokkrum árum síðan. Í þættinum ræða þau Mummi og Alfa meðal annars æskuna hennar á Höfn, óreglu á unglingsárum, hvernig hún náði síðar að snúa við blaðinu, mennta sig, taka að sér ábyrgðarmikil hlutverk í vinnu og hvað leiddi hana út í virka þátttöku í pólitík.
Dagskrárgerð. Mummi
Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni