17. Þáttur. Valgerður Árnadóttir
Valgerður Árnadóttir aktívisti, grænkeri, náttúrubarn og varaþingmaður Pírata er nýjasti viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum. Hún hefur verið mjög áberandi í umræðunni síðustu misserin og er óhrædd við að vekja athygli á því sem betur mætti fara í samfélaginu, hvort sem það tengist hvalveiðum, sjókvíaeldi, þauleldi dýra, gerendameðvirkni eða öðru sem henni finnst þurfa að draga upp á yfirborðið, inn í umræðu dagsins. Þau Mummi ræddu meðal annars hvernig orðræðan getur orðin svæsin á samfélagsmiðlum og Vala sagðist fá vin sinn sem er lögfræðingur til að lesa yfir orðfærið sem menn ausa reglulega yfir hana til að athuga hvort í þeim leynist alvarlegar hótanir.
Dagskrárgerð. Mummi
Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni