18. Þáttur. Axel Á. Njarðvík

“Trúlaus maður er væntanlega ekki til vegna þess að til þess að geta tekist á við raunveruleikann þarftu að bera traust til hans. Annars verðurðu kvíðanum að bráð eða óttanum að bráð.” Axel Á. Njarðvík prestur í Skálholti er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Axel hóf nám í verkfræði við HÍ á sínum tíma en ákvað af forvitni að færa sig yfir í guðfræðinám. Hann fann sína köllun þar og hefur starfað sem prestur á Suðurlandi um langt árabil. Í þættinum leggja þeir Mummi á djúpið í vangaveltum til að mynda um trúna, mennskuna og hvað það þýðir að vera manneskja. Hið góða, hið illa og allt þar á milli.

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni