19. Þáttur. Stefán Jón Hafstein

“Ég bara verð að segja frá þessu” segir Stefán Jón Hafstein rithöfundur í spjalli sínu við Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins og segir það vera sinn lífsferil og jafnvel lífsköllun að vera maðurinn sem segir frá. Stefán Jón starfaði á árum áður í útvarpi og sjónvarpi hérlendis og tók virkan þátt í borgarpólitíkinni á fyrsta áratug aldarinnar en hefur frá árinu 2007 starfað á alþjóðavettvangi á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Í þættinum ræða þeir Mummi lífshlaup Stefáns og hvað leiddi til að nýjasta bókin hans “Heimurinn eins og hann er” fæddist. Eða, eins og Stefán segir: “Þessi maður sem er þarna kominn til Rómar sko, hann er með ákveðinn farangur sko og sýn sem hann lendir svo í að þurfa að endurskoða og uppgötvaði heyrðu, það sem ég hélt um heiminn stenst ekki. Þetta er allt öðruvísi og því miður verra en ég hélt. Og var þó slæmt fyrir. Og það er í raun og veru sú uppgötvun sem þessi bók fjallar um”.

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni