2. Þáttur. Heiða Björk Sturludóttir

 

Heiða er ayurveda sérfræðingur, næringarþerapisti, jógakennari og umhverfisfræðingur. Hún er líka aktívisti og náttúrubarn. Hún býr ásamt Þresti sínum og köttum í sveitasælunni í Grímsnesinu og er með jógatjald í garðinum þar sem hún heldur reglulega jóga nidra námskeið. Í þættinum ræða Heiða og Mummi meðal annars um hin fornu lífsvísindi Ayurveda, sem hún hefur verið að mennta sig í undanfarin ár, og félagið Búsetufrelsi sem Heiða stofnaði ásamt fleirum í sveitinni fyrir stuttu síðan.

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni