20. Þáttur. Gylfi Þór Þorsteinsson

“Maður mælir styrkleika og stærð einstaklings ekki í því hversu oft hann er sleginn niður heldur bara hversu snöggur hann er að standa upp – og stundum er það [að standa upp] erfitt” segir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður fjöldahjálparstöðvar Rauða Krossins, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Gylfi er reynslubolti sem starfaði lengi við fjölmiðla en færði sig síðar á vettvang hjálparstarfs, enda brennur hann fyrir að hjálpa fólki sem hefur upplifað áföll og styðja það upp á við, í átt að betri líðan. Hann stóð til að mynda vaktina í farsóttarhúsinu í gegnum covid og skipulagði mótttöku flóttafólks frá Úkraínu svo fátt eitt sé nefnt. Í þættinum ræða þeir Mummi um það sem helst hefur drifið á daga Gylfa og hvað það er sem heldur hjálpareldinum logandi í brjósti hans.

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni