21. Þáttur. Gyða Dröfn Tryggvadóttir

“You have to feel it to heal it” segir Gyða Dröfn Tryggvadóttir, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH, sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum (PIT Therapy) sem daglega er kallað meðvirkni og hefur iðkað Zen hugleiðslu í meira en 20 ár. Í þættinum spjalla þau Mummi vítt og breitt um lífið, til að mynda hvað það er að vera heil manneskja, hvernig meðvirkni í óheilbrigðum aðstæðum í æsku getur mótað fullorðinsárin og hvernig við getum lært að vaxa út úr vanlíðan yfir í vellíðan.

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni