22. Þáttur. Unnur Birna Björnsdóttir

Unnur Birna Björnsdóttir, tónlistarkona og jassgeggjari, með meiru, er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hún er líklega hvað þekktust fyrir frábæran fiðluleik og söng en hún semur líka sjálf tónlist og hefur tekið þátt í mörgum leikverkum þar sem hún hefur bæði leikið, dansað og spilað. Unnur Birna hefur meðal annars spilað með Ian Anderson, söngvara hljómsveitarinnar Jethro Tull, sungið í rokkóperu Jethro Tull, spilað með Fjallabræðrum og síðustu árin hafa hún og Björn Thoroddsen gítarsnillingur, ásamt fleiri flottum tónlistarmönnum, töfrað fram margar tónlistarveislurnar. Í þættinum ræða þau Mummi meðal annars um listferil hennar, af hverju hún getur ekki hugsað sér að setja börnin sín of ung á leikskóla og hvernig er að vera hún með sjálfri sér.

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni