23. Þáttur. Svanur Gísli Þorkelsson
Hann segist stunda „Omnium Gatherum“, öðru nafni alþýðufræði. Rithöfundurinn og leiðsögumaðurinn Svanur Gísli Þorkelsson er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Svanur er fantagóður sögumaður og afar lipur penni. Það skemmir heldur ekki fyrir að hann hefur yfirgripsmikla söguþekkingu og fer á kostum í hverjum pistlinum á fætur öðrum á samfélagsmiðlum. Skiptir engu hvort umfjöllunarefnið tengist köttum, blindraletri, blásokkum, karlinum á kassanum eða einhverju allt öðru. Svanur gæðir allar sögur lífi, bæði í skrifuðu og töluðu máli. Í þættinum fara þeir Mummi í gegnum söguna hans Svans sem á köflum hefur verið æði litrík en sama skapi skemmtileg.
Dagskrárgerð. Mummi
Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni