25. Þáttur. Ingibergur Sigurðsson

Það var seinnipartinn í mars á síðasta ári sem hann fór í sneiðmyndatöku vegna óþæginda sem hann hélt að væru af völdum nýrnasteina. Meinið reynist hinsvegar vera alvarlegra en það, því hann greindist með nýrnakrabba- mein sem hafði dreift sér bæði í lungun og lifrina. Fréttir sem enginn er búinn undir að fá en Ingibergur Sigurðsson, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins hefur náð að takast á við þetta óumbeðna risaverkefni á einstakan hátt. Í þættinum ræða þeir Mummi lífshlaup Ingibergs, til dæmis hvernig heimilisofbeldi og óregla á æskuheimilinu markaði hann fyrir lífstíð, hvernig móðir hans bræddi kertavax á hverjum morgni og setti yfir brotnar tennur sínar til að fela ummerki barsmíða og hvernig hann fór að því að ná utan um lífið sem fullorðinn einstaklingur. Þrátt fyrir stöðuga glímu við erfið veikindi er bjart yfir Ingibergi og alltaf stutt í hláturinn og gleðina.

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni