26. Þáttur. Þórunn Wolfram Pétursdóttir

Þegar jafnaldrar hennar úr Garðabænum fóru í framhaldsskóla flutti hún 16 ára í sveitina, eignaðist börn og sinnti búskap. Áratug seinna var hún komin á skólabekk í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði og lærði þar umhverfisfræði. Þaðan var ekki aftur snúið, enda er þessi kona með eindæmum forvitin um lífið og tilveruna og hvernig allt í þessum heimi er órjúfanlega tengt inn í eina heildarmynd. Næstu 25 árin hélt hún áfram menntaveginn en þræddi leiðir sem á þeim tíma lágu ekki endilega saman, enda menntakerfið þá byggt upp í þekkingarsílóum sem henta ekki þeim sem vilja ná yfirsýn. Þórunn Wolfram Pétursdóttir, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins hefur sérhæft sig í greina samþætt kerfi manns og náttúru út frá nýtingu mannfólks á auðlindum jarðar og meta hvar jafnvægið liggur. Hvenær er nóg nóg? Í þættinum ræða þau Mummi meðal annars hvað fékk litlu feimnu og óframfærnu stelpuna til að rísa upp og verða málsvari náttúrunnar og hvernig drifkraftur hennar hefur oftar en einu sinni orðið henni fjötur um fót.

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni