27. Þáttur. Óttarr Proppé

Óttarr Proppé, viðmælanda Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins, þarf vart að kynna, svo vel er hann munstraður inn í þjóðarsálina. Óttarr er einn af okkar betri listamönnum og hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi um árabil. Hann er söngvari hljómsveitarinnar Dr. Spock og meðlimur í rokksveitinni HAM. En hann á líka pólitíska fortíð. Óttarr var til að mynda einn af stofnendum Besta Flokksins í Reykjavík og varð borgarfulltrúi í kjölfar kosninganna árið 2010. Nokkrum árum seinna varð hann formaður Bjartrar Framtíðar og heilbrigðisráðherra árið 2017. Óttarr er litríkur og skapandi náungi sem hefur margsinnis ögrað sjálfum sér og öðrum í gegnum allskyns gjörninga, óhræddur við að fara út fyrir þægindahringinn. Í þættinum ræða þeir Mummi með annars listina, pólitíkina og hvað leiddi feimna strákinn úr Hafnarfirði fremst í sviðsljósið.

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni