29. Þáttur. Þorgeir Frímann Óðinsson

Hann venti kvæði sínu í kross eftir að hafa verið í framlínu tölvuleikjaframleiðenda hérlendis um árabil og sinnir nú verkefnum sem næra sálina, umfram annað. Þorgeir Frímann Óðinsson, listamaður, leikmyndahönnuður, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður samtaka tölvuleikjaframleiðenda, svo eitthvað sé nefnt, er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Þorgeir á stórt og oft afar erfitt lífshlaup að baki en er í dag afar sáttur við lífið og þá fyrst og fremst við sjálfan sig. Í þættinum ræða þeir Mummi á afar opinn og einlægan hátt um tilfinningar og líðan barnsins sem líður illa, hvernig sú líðan fylgir gjarnan inn í fullorðinsárin og tekur stundum yfir og hvernig hægt er að vaxa upp úr vanlíðan yfir í vellíðan.

 

 

 

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni