3. Þáttur. Erlendur Eiríksson

 

Grænkeraostagerðarmeistarinn Elli er magnaður gaur með kunnáttu á við heilt þorp! Hann er líka leikari, lögfræðingur, matreiðslumeistari og flugmaður og hefur hreiðrað um sig ásamt fjölskyldunni í græna bænum Hveragerði. Þar rekur hann, ásamt fleirum, fyrirtækið Lifefood sem framleiðir meðal annars jarðeplaosta, svokallaðar kartarellur. Í þættinum spjalla þeir Mummi um sitt lítið af hverju af því sem Elli hefur tekið sér fyrir hendur í gegnum árin.

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni