30. Þáttur. Magnús Þór Sigmundsson
Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður með meiru er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Magnús er eitt stærsta nafnið í íslenskri tónlistarsögu og er á meðal ástsælustu laga- og textahöfunda landsins. Hann hefur verið í tónlistarbransanum frá árinu 1966 og er enn að. Í þættinum fara þeir Mummi víða og ræða meðal annars tónlistarferilinn hans og ár Magnúsar og Jóhanns á erlendri grundu, svo sem þegar þeim var boðið að flytja til USA til að gerast lagahöfundar fyrir stórstjörnur þess tíma. En þrátt fyrir frægðina hefur lífið verið allskonar hjá Magnúsi, eins og hjá okkur öllum, og í þættinum gefur hann okkur á sinn einlæga og hógværa hátt líka innsýn inn í sinn persónulega heim.
Dagskrárgerð. Mummi
Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni