31. Þáttur. Erla Ruth Harðardóttir

Erla Ruth Harðardóttir leikkona með meiru og leiðsögumaður er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Erla Ruth lærði leiklist á sínum tíma í London og starfaði við leikhús og kvikmyndaleik um árabil en stofnaði síðar skóla fyrir börn þar sem hún kenndi söng og leiklist í 24 ár. Síðustu árin hefur hún lagt leiðsögn ferðamanna fyrir sig og rekur í dag sitt eigið leiðsögufyrirtæki. Hún er samt enn að leika í sjónvarpsseríum þegar tækifærin bjóðast og er mjög sátt við lífið eins og það hefur raðað sér. Í þættinum ræða þau Mummi lífshlaupið hennar, svo sem tækifærin sem opnuðust í London eftir leiklistarnámið en hún ákvað að grípa ekki, ákvörðunina að sleppa sviðshlutverki fyrir móðurhlutverkið og allt hitt.

 

 

 

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni