32. Þáttur. Ástþór Magnússon
Hann er langt á undan sinni samtíð; frumkvöðull og friðarsinni sem vill gera heiminn að miklu betri stað og beita embætti forseta Íslands til þess. Ég vil sjá Ísland verða land friðarsins segir Ástþór Magnússon viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Í þættinum fara þeir Mummi í gegnum ævintýralegt lífshlaup Ástþórs og rifja meðal annars upp hvernig hann komst sem fréttaljósmyndari Sunday Times til Vestmannaeyja á meðan gosið stóð sem hæst, hvernig útsendari Thatcher stjórnarinnar í Bretlandi hafði upp á honum í Danmörku til að laða efnilegt fyrirtæki hans til Bretlands, hvernig tölvukaup urðu kveikjan að stofnun fyrsta kreditkorta fyrirtækis hérlendis, hvernig hann efnaðist og fór ferða sinna á einkaþotu, hvernig Friður 2000 varð til, hvernig hann bjargaði veikri hollenskri stúlku frá Bagdad og flutti hana til síns heima árið sem hann flaug með jólapakka til Íraks og fjölmargt fleira sem á hans daga hefur drifið.
Dagskrárgerð. Mummi
Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni