33. Þáttur. Finnur Ricart Andrson
Finnur Ricart Andrason, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins er þekktur sem einn af sterku röddum ungu kynslóðarinnar sem hafa tekið afgerandi stöðu með náttúru- og loftslagsvernd síðustu árin. Þó Finnur sé aðeins ríflega tvítugur hefur hann nú þegar látið til sín taka á vettvangi umhverfis- og loftslagsmála hérlendis og erlendis. Hann er forseti Ungra Umhverfissinna og hefur, ásamt félögum sínum þar, hrist talsvert upp í íslenskri pólitík með því að vera stöðugt með loftslagsgleraugun uppi og veita stjórnvöldum virkt aðhald. Í þættinum ræða þeir Mummi meðal annars hvað kveikti áhuga Finns á umhverfismálum og af hverju hann vill leggja allt sitt í að berjast fyrir bættum heimi.
Dagskrárgerð. Mummi
Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni