34. Þáttur. Þorgrímur Þráinsson

Bókaskrif hafa aldrei verið hans aðalstarf en hann hefur engu að síður skrifað 44 bækur á kvöldin og um helgar og gefið þær allar út. Tvisvar hefur hann fengið íslensku barnabókaverðlaunin en segist samt enn eiga eftir að skrifa bestu verkin sín. Rithöfundurinn, fyrrum knattspyrnumaðurinn og blaðamaðurinn Þorgrímur Þráinsson er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Þorgrímur er einnig afar vinsæll fyrirlesari og hefur meðal annars haldið fjölda fyrirlestra fyrir ungmenni og foreldra um hvernig við getum byggt upp innri seiglu til að takast á við lífið og hvetur unga fólkið okkar til að fylgja hjartanu inn í framtíðina. Í þættinum fara þeir Mummi í gegnum sögu Þorgríms og draga meðal annars fram hvaðan drifkrafturinn hans og seigla er tilkomin.

 

 

 

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni