35. Þáttur. Valgeir Skagfjörð

“Ég held að það sé aldrei neinn endir því endir er alltaf upphaf einhvers nýs” segir Valgeir Skagfjörð, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Valgeir er fjölhæfur listamaður, hann er til að mynda bæði leikari og leikstjóri en einnig rithöfundur, tónlistarmaður og markþjálfi. Hann segist kunna mjög vel að vera í krísu því þannig ástand hafi mótað hann sem einstakling frá barnsaldri en hann hafi lært að takast á við það á uppbyggjandi hátt og í dag nýtur hann hvers dags til fullnustu. Í þættinum ræða þeir Mummi meðal annars hvaða áhrif það hafði á Valgeir sem lítinn föðurlausan strák að alast upp við mikla óreglu og vera öðruvísi en skólafélagarnir, hvað dró hann í leiklistina, andlegu vakninguna og ástina á lífinu.

 

 

 

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni