39. Þáttur. Eva Gunnarsdóttir
Eva Gunnarsdóttir sálfræðingur og núvitundarkennari er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Eva bjó lengi í Bretlandi en flutti nýverið aftur heim til Íslands. Hún stefnir á að gefa út bók síðar á þessu ári þar sem hún skrifar um reynslu sína af krabbameini og margvíslegar leiðir til sjálfsstyrkingar. Í þættinum ræða þau Mummi meðal annars hvernig það var að vera barn hippaforeldra og alast upp í kommúnu, árin í London og hvernig veikindin hjálpuðu henni að virkja rithöfundinn hið innra.
Dagskrárgerð: Mummi
Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir