40. Þáttur. Sigurður Páll Sigurðsson

 

Sigurður Páll Sigurðsson, betur þekktur sem Siggi Palli, fer hörðum orðum um íslenska skólakerfið og meðvirkni þess með foreldrum í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Siggi Palli starfaði um árabil sem kennari en gafst upp á skólakerfinu og flutti í kjölfarið með annan fótinn úr landi. Hann er líka fjöllistamaður, bæði flúrari og listmálari svo eitthvað sé nefnt. Hann byrjaði ungur að flakka um heiminn með foreldrum sínum og hefur síðustu árin verið afar víðförull. Í spjallinu við Mumma rifjar hann upp ýmis eftirminnileg atvik úr lífi sínu, svo sem þegar hann tólf ára kenndi vini sínum hvernig ætti að senda út alvöru neyðarkall í talstöð og startaði óaðvitandi allsherjar neyðarleit að trillu á Breiðafirðinum og sitt hvað annað. Eitthvað sem eldra fólk í Flatey er ekki enn búið að fyrirgefa honum, tæplega hálfri öld síðar.

 

Dagskrárgerð: Mummi

Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir