42. þáttur. Lára Kristín Pedersen

 

Ég er ekki feimin við að kalla mig matarfíkil segir Lára Kristín Pedersen knattspyrnukona, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Lára, sem er stuttu flutt aftur til Íslands eftir að hafa verið í atvinnumennsku í fótbolta í Hollandi, glímdi við matarfíkn um árabil. Hún lýsir því hvernig hún upplifði sig eina neðanjarðar í moldinni í algeru myrkri, í samfélagi sem bauð ekki upp á neina aðstoð eða skildi alvarleika matarfíknar. En, Lára gafst ekki upp og fann leiðir að sínum bata. Fyrir tveimur árum síðan gaf hún svo út bókina „Veran í moldinni – hugarheimur matarfíkils í leit að bata“ ekki síst til að opna á umræðuna um veruleika matarfíkilsins, bataferlið og listina að halda jafnvægi og vaxa til framtíðar. Í þættinum ræða þau Mummi sögu Láru og baráttu hennar við matarfíknina en einnig almennt um fíknir, svo sem hvað liggur að baki fíkniveikindum fólks og hvernig við sem samfélag getum sem best stutt við bata fólks sem glímir við fíkn af einhverju tagi.

 

Dagskrárgerð: Mummi

Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir