43. þáttur. Guðmundur Ingi Þóroddsson

 

„Við erum ennþá eina Norðurlandið sem er með refsistefnu í fangelsunum og því hefur enn ekki verið breytt“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hann segir löngu tímabært að við tökum upp nýjar áherslur til að hjálpa þeim einstaklingum, sem brjóta af sér, til raunverulegrar betrunar í stað þess að fylgja úreltum refsistefnuramma sem hjálpar engum til bata. Þó hafin sé undirbúningsvinna að endurskoðun lagaramma fangelsismála hérlendis þá þurfi að horfa á alla tengda þætti samhliða, svo sem áfallasögu og geðheilbrigði, svo fátt eitt sé nefnt. Í þættinum ræða þeir Mummi meðal annars stöðu fangelsismála hérlendis og hvað sé helst til ráða til að fangelsisvist skili raunverulegum samfélagslegum ábata og betri líðan.

 

Dagskrárgerð: Mummi

Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir