44. þáttur. G.Andri Bergmann
G. Andri Bergmann Skúlason (Gandri), viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum, lýsir sjálfum sér sem einhverfum sveitadreng úr Borgarfirðinum. Gandri var áberandi í íslenskri þjóðmálaumræðu fyrir ríflega áratug síðan þegar hann var í framlínu þeirra sem stjórnuðu búsáhaldabyltingunni og barðist fyrir samtök lánþega í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Samtökin lögðu meðal annars fram kvörtun til eftirlitsnefndar EES um að að íslenskir lánasamningar frá því fyrir hrun stæðust ekki kröfur EES um neytendavernd, en einhverra hluta vegna náði mál þeirra ekki í gegn. Gandri var líka virkur í Borgarahreyfingunni og um tíma framkvæmdastjóri hennar, en var síðar vikið úr starfi eftir að hafa verið vændur að ósekju um fjárdrátt. Í þættinum ræða þeir Mummi hvernig það var að alast upp í sveitinni, halda síðar ræðu fyrir framan þúsundir Spánverja sem litu til árangurs Íslendinga í búsáhaldabyltingunni, verða undir í baráttunni við ríkið og vanmættinum gagnvart dómi götunnar sem hirðir ekki alltaf um sannleiksgildi upplýsinga.
Dagskrárgerð: Mummi
Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir