46. þáttur. Sigmundur Ernir Rúnarsson

„Fólk á að vera það fólk sem það vill“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson og bætir við að hann telji stjórnlyndi hvað einstaklinga varðar hættulegt. Sigmundur Ernir hefur verið áberandi í framlínu íslenskra fjölmiðla um áratugaskeið, bæði sem blaðamaður, þáttastjórnandi, fréttamaður og fréttastjóri svo fátt eitt sé nefnt. Hann hefur líka verið afkastamikill rithöfundur frá unglingsárum og gefið út hátt í 30 bækur af ýmsum toga. Hann er jafnaðarmaður og sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna í eitt kjörtímabil. Í þetta sinnið situr hann þó sjálfur fyrir svörum í Kalda Pottinum hjá Mumma og segir honum allt um fjallaástina, þörfina til að miðla fréttum og munda penna.

 

 

Dagskrárgerð: Mummi

Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir