47. þáttur. Rósa Líf Darradóttir

Rósa Líf Darradóttir læknir, dýravinur og aktívisti segist horfa á hreyfingu þeirra sem berjast fyrir dýravelferð sömu augum og þeirra sem börðust fyrir afnámi þrælahalds fyrr á tímum og kvenréttindabaráttuna svo dæmi séu nefnd. Hún segist fullviss að sá dagur muni koma að við meðtökum þjáningu dýra og hættum að minnsta kosti að reka verksmiðjubúskap til matvæla- eða annarrar vöruframleiðslu. Í þættinum ræða þau Mummi meðal annars læknanámsárin hennar í Slóvakíu, þá virku afneitun sem virðist í gangi hérlendis gagnvart þauleldi dýra og hvernig standi á því að fólk virðist almennt ekki vera tilbúið að tengja neyslu á unnum kjötvörum og rauðu kjöti saman við aukna hættu á krabbameini til að mynda. Þau ræða líka hvernig sýklaónæmi verður ekki síst til í gegnum dýraeldi, þar sem um 70% af öllum sýklalyfjum sem eru framleidd í heiminum eru gefin dýrum sem seinna er slátrað til manneldis. Umræða sem stuðar.

 

 

Dagskrárgerð: Mummi

Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir