5. Þáttur. Pálmi Gunnarsson
Við þekkjum langflest Pálma Gunnars tónlistarmann sem hefur spilað og sungið sig inn í hjörtu okkar síðustu hálfu öldina eða svo. Færri okkar þekkja Pálma umhverfispönkara sem lætur sér afar annt um náttúru jarðar og sjálfbæra auðlindanýtingu. Hann hefur til að mynda afar sterkar skoðanir á laxeldi í opnum sjókvíum og vill það allt upp á land. Í þættinum ræða þeir Mummi meðal annars pólitíkina og stjórnsýsluna í kringum grænu málin og það ekki með neinum vettlingatökum.
Dagskrárgerð. Mummi
Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni