7. Þáttur. Spessi
Spessi er afar áhugaverður karakter. Einn af fremstu ljósmyndurum landsins, þekktur fyrir óhefðbundin og ögrandi stíl í verkum sínum sem hefur á stundum verið umdeildur. Það átti til dæmis við um ljósmyndaverkið sem byggði á matardiskum starfsfólks Orkuveitunnar við lok máltíðar. Spessi er einn af þeim sem var talsvert lengi að finna sína leið í lífinu og hafði reynt ýmislegt áður en myndavélin fann hann upp úr þrítugt. Þá var ekki aftur snúið. Í þættinum ræðir Mummi við Spessa um æskuárin hans á Ísafirði, bakaraárin, Kristjaníudvöl, ljósmyndaferilinn, mótorhjólaástríðuna og margt fleira sem á daga hans hefur drifið.
Dagskrárgerð. Mummi
Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni