8. Þáttur. Valdimar Örn Flygenring

 

Valdimar Örn Flygenring leikari, tónlistamaður og náttúrutöffari er gestur Mumma í Kalda Pottinum að þessu sinni. Í spjallinu dregur hann ekkert undan, hvort sem það er lýsing á vanlíðan drengsins sem vildi hverfa héðan, misnotkun vímugjafa á yngri árum til að deyfa sársauka eða hvernig hann náði að snúa við blaðinu og finna lága tóninn innra með sér. Gaurinn sem eitt sinn var módel í Calvin Klein auglýsingu, hefur leikið í fjölda leikverka og kvikmynda, lærði guðfræði og keyrir nú með ferðafólk um landið, segir hér á gráglettinn og húmanískan hátt frá sjálfum sér í einlægu viðtali við Mumma. “Kannski er það einmitt þá sem þú verður fullorðinn þegar þú áttar þig á að þú hefur leyfi til að gera hvað sem er, svo framarlega sem að það meiðir ekki aðra.”

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni