9. Þáttur. Halldóra Sigurðardóttir

 

Nýjasti viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum er Halldóra Sigurðardóttir, fjölmiðlafræðingur, rithöfundur og þýðandi. Hún þýddi meðal annars bókina Leyndarmálið (“The Secret”) yfir á íslensku og fyrir þremur árum gaf hún út sína eigin bók, “Dauði Egósins”. Í þættinum ræða þau Mummi meðal annars bókina hennar og ýmis atvik úr lífi Halldóru, svo sem þegar hún var fjarlægð af heimili sínu af lögreglunni án þess að læknir kæmi nærri og nauðungarvistuð á Landspítalanum og þegar hún var handtekin síðasta vor á Arnarhóli fyrir það eitt að vera þar.

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni