6. Þáttur. Auður Ingibjörg Ottesen

 

Auður er með litríkari og skemmtilegri karakterum landsins. Algjör jaxl að eigin sögn, þrjósk, skapandi, drífandi, jafnréttissinni og hefur alltaf farið sínar leiðir í lífinu. Hefur til dæmis unnið við bátasmíði, lærði húsgagnasmíði og var einu sinni maóisti þangað til hún áttaði sig á því að þetta væri eiginlega allt bara heilaþvottur og hætti því. Síðustu áratugina hefur hún einbeitt sér að grænu málunum og garðyrkju og hefur um langt árabil gefið út tímaritið Sumarhúsið og garðurinn sem við mörg þekkjum. Í þættinum segir Auður Mumma söguna sína og dregur ekkert undan.

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni