24. Þáttur. Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur

Hán er miðill, raftónlistarkvár og sjálfmenntað í lífsins grúski. Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hán er mögnuð mannvera sem til dæmis hlustar á tónlist eins og við flest gerum en finnur líka bragð af einstaka tónum og sér þá í litum. Sumir tónar eru stríðir og geta kallað fram ógleði á meðan aðrir flæða og leiða hán í alsælu. Hán gengur í svefni og á það til að bregða sér steinsofandi úr húsi en hefur sem betur fer ekki lent í svaðilförum vegna þessa. Ísvöld hét áður Tanya Pollock en breytti nafni sínu í takt við upphaf nýs lífskafla. Nýja nafn háns kom, eins og hið fyrra, í gegnum vitjun frá handanheimi og er bæði kröftugt og verndandi. Í þættinum ræða þau Mummi meðal annars hvernig það var að alast upp með annan fótinn á Íslandi og hinn í Ameríku og hvernig lífið hefur spilast fram að þessu.

 

Dagskrárgerð. Mummi

Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni