36. Þáttur. Sigurður Ingólfsson
Nýjasti viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum tók eitt sinn þátt í mótmælum í Frakklandi því hann langaði að prófa hvernig það væri að vera gasaður. Honum fannst það lítt gott og lét eitt skipti duga. Sigurður Ingólfsson skáld, þýðandi og leiðsögumaður féll í frönsku í menntaskóla en lét það ekki aftra sér frá að flytja með fjölskylduna til Frakklands þar sem hann útskrifaðist síðar með doktorsgráðu í frönskum bókmenntum. Sigurður, sem byrjaði að lesa tveggja ára og var orðinn fluglæs fjögurra ára, hefur gefið út 11 ljóðabækur og er þessi misserin að stúdera guðfræði við HÍ með það fyrir augum að vígast til prests síðar. Frakkland togar líka og þar langar hann að verja efri árunum við lestur og skriftir.
Dagskrárgerð. Mummi
Stjórn upptöku. Gunnar Bjarni