45. þáttur. Hildur Jónsdóttir

Í þessum þætti Kalda Pottsins ræðir Mummi við Hildi Jónssdóttur, verkefnisstýru hjá stuðningsúrræðinu Sigurhæðir á Selfossi; úrræði sem býður upp á  samhæfða þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis. Starfsemi Sigurhæða hefur vakið verðskuldaða athygli frá því úrræðið var sett á laggirnar, í samstarfi við öll sveitarfélög á Suðurlandi, ekki síst fyrir heilsteypta nálgun sína og sérhæfða áfallameðferð. Hildur hefur mikla þekkingu og víðtæka reynslu af jafnréttis- og mannréttindamálum og var til að mynda jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar 1996-2006 og starfaði þar á eftir við jafnréttismál og menningarmál innan ráðuneyta um tíu ára skeið. Hún er einnig fyrrverandi formaður Jafnréttisráðs og sérfræði- og samhæfingarteymis um mansal.

 

 

Dagskrárgerð: Mummi

Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir