48. þáttur. Mummi Týr Þórarinsson

Vegna fjölda áskorana er Mummi í þetta sinnið sjálfur gestur Kalda Pottsins og stiklar á stóru í gegnum lífsögu sína. Mummi var níu ára þegar hann var sendur í greindarpróf því hann hann átti svo erfitt með lestur og skrift í skóla. Hann kom glimrandi vel út úr prófinu en það hjálpaði honum lítt. Umræðan breyttist bara úr því hvað hann væri heimskur yfir í af hverju svona afburðagreindur strákur gæti ekki lært að lesa. Í brotnum fjölskyldum verður oft lítill vinskapur á milli systkina og það átti við í tilfelli Mumma og bræðra hans. Það breyttist þó með árunum og í dag ríkir mikill kærleikur á milli þeirra. Fjölmargt annað ber á góma í þættinum, meðal annars hvað varð til að kvikmyndagerðarmaður varð einn helsti talsmaður ungs fólks í vanda um margra ára skeið, hvað varð til þess að meðferðarúrræðið Götusmiðjan hætti og hvað leiddi Mumma á núverandi slóðir – inn í framlínu frambjóðanda Pírata fyrir komandi kosningar.

 

 

 

Dagskrárgerð: Mummi

Stjórn upptöku: Sindri Mjölnir