Mummi er hugmyndaríkur gaur sem þrífst best í lifandi umhverfi. Hann hefur elskað myndformið frá því hann var lítill pjakkur í Lauganesinu og uppáhalds skemmtunin var þrjú bíó á sunnudögum. Síðar stundaði hann nám í kvikmyndagerð í Suður Afríku. Þar lærði hann leikstjórn og framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Hann lærði líka að koma sögunum sínum í handritsform og hefur í gegnum árin skrifað fjölmörg kvikmyndahandrit sem bíða færis á að komast á hvíta tjaldið.
Mummi er jafnvígur á hug og hönd í sinni sköpun og síðasta áratuginn hefur hann m.a. unnið línu listmuna sem byggja á goðafræðinni og gert einstakar útgáfur af íslenska skjaldarmerkinu. Týr Hugverk er vettvangur, hugsaður til að halda utan um listsköpun Mumma á einum stað.