Framleiðandi
Tæknistjórn
Gunnar Bjarni
Gunnar Bjarni sér um upptöku og eftirvinnslu Kalda Pottsins og er annar framleiðandi þáttanna. Hann er einn af þeim sem fékk sköpunargáfuna í vöggugjöf. Tónlist og hljóðtækni leikur í höndum Gunnars Bjarna og hans sköpun fær helst útrás í gegnum gerð tónlistar. Hann lærði á gítar fyrir meira en áratug og hefur einnig lagt stund á nám í hljóðtækni. Gunnar Bjarni er einn af þeim sem þarf ekki að hafa mikið fyrir því að læra á tækin, hann bara finnur út úr þessu.
