22. Þáttur. Unnur Birna Björnsdóttir

22. Þáttur. Unnur Birna Björnsdóttir

Unnur Birna Björnsdóttir, tónlistarkona og jassgeggjari, með meiru, er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hún er líklega hvað þekktust fyrir frábæran fiðluleik og söng en hún semur líka sjálf tónlist og hefur tekið þátt í mörgum leikverkum þar sem hún hefur bæði leikið, dansað og spilað. Unnur Birna hefur meðal annars spilað með Ian Anderson, söngvara hljómsveitarinnar Jethro Tull…

21. Þáttur. Gyða Dröfn Tryggvadóttir

21. Þáttur. Gyða Dröfn Tryggvadóttir

“You have to feel it to heal it” segir Gyða Dröfn Tryggvadóttir, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH, sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum (PIT Therapy) sem daglega er kallað meðvirkni og hefur iðkað Zen hugleiðslu í meira en 20 ár. Í þættinum spjalla þau Mummi vítt og breitt um lífið, til að mynda hvað það er að vera heil manneskja, hvernig meðvirkni í

20. Þáttur. Gylfi Þór Þorsteinsson

20. Þáttur. Gylfi Þór Þorsteinsson

“Maður mælir styrkleika og stærð einstaklings ekki í því hversu oft hann er sleginn niður heldur bara hversu snöggur hann er að standa upp – og stundum er það [að standa upp] erfitt” segir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður fjöldahjálparstöðvar Rauða Krossins, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Gylfi er reynslubolti sem starfaði lengi við fjölmiðla en færði sig síðar á vettvang hjálparstarfs, enda brennur…

19. Þáttur. Stefán Jón Hafstein

19. Þáttur. Stefán Jón Hafstein

“Ég bara verð að segja frá þessu” segir Stefán Jón Hafstein rithöfundur í spjalli sínu við Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins og segir það vera sinn lífsferil og jafnvel lífsköllun að vera maðurinn sem segir frá. Stefán Jón starfaði á árum áður í útvarpi og sjónvarpi hérlendis og tók virkan þátt í borgarpólitíkinni á fyrsta áratug aldarinnar en hefur frá árinu 2007 starfað á alþjóðavettvangi á vegum Þróunarsamvinnustofnunar…

18. Þáttur. Axel Á Njarðvík

18. Þáttur. Axel Á Njarðvík

“Trúlaus maður er væntanlega ekki til vegna þess að til þess að geta tekist á við raunveruleikann þarftu að bera traust til hans. Annars verðurðu kvíðanum að bráð eða óttanum að bráð.” Axel Á. Njarðvík prestur í Skálholti er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Axel hóf nám í verkfræði við HÍ á sínum tíma en ákvað af forvitni að færa sig yfir í guðfræðinám. Hann fann sína köllun þar og hefur starfað sem prestur…

17. Þáttur. Valgerður Árnadóttir

17. Þáttur. Valgerður Árnadóttir

Valgerður Árnadóttir aktívisti, grænkeri, náttúrubarn og varaþingmaður Pírata er nýjasti viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum. Hún hefur verið mjög áberandi í umræðunni síðustu misserin og er óhrædd við að vekja athygli á því sem betur mætti fara í samfélaginu, hvort sem það tengist hvalveiðum, sjókvíaeldi, þauleldi dýra, gerendameðvirkni eða öðru sem henni finnst þurfa að draga upp á yfirborðið, inn í umræðu dagsins…

16. Þáttur. Magnús J. Kjartansson

16. Þáttur. Magnús J. Kjartansson

“Ég er landamærabarn” segir Maggi Kjartans. tónlistarmaður sem fæddist og ólst upp í bítlabænum Keflavík með bandaríska herinn í bakgarðinum. Í nýjasta þætti Kalda Pottsins ræðir Mummi við Magga um flest annað en tónlistarferilinn hans og Trúbrot. Þeir ræða meðal annars æskuárin hans í Keflavík og vítt og breitt um lífið og tilveruna á léttu nótunum, enda hefur Maggi einstaka hæfileika á að krydda samtöl með kómík.

15. Þáttur. Álfheiður Eymarsdóttir

15. Þáttur. Álfheiður Eymarsdóttir

Pönk-rokkarinn Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, Pírati og bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Selfoss er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Alfa, eins og hún er alltaf kölluð, á litríka og á köflum afar erfiða sögu að baki frá því hún var lítil stelpa á Höfn í Hornafirði allt til hún flutti á Selfoss fyrir nokkrum árum síðan. Í þættinum ræða þau Mummi meðal annars æskuna hennar á Höfn, óreglu…

14. Þáttur. Thomas Möller

14. Þáttur. Thomas Möller

“Það er verið að taka af okkur gífurlegan pening í gjaldeyrisskiptakostnað sem myndi að mestu hverfa ef við værum með evru” segir Thomas Möller, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Thomas er hagverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Berlín, með MBA gráðu frá HR og hefur í gegnum árin starfað við stjórnun og rekstur fjölmargra fyrirtækja hérlendis…

13. Þáttur. Elísabet Kristín Jökulsdóttir

13. Þáttur. Elísabet Kristín Jökulsdóttir

“Held að guð hafi geymt mig norður á Ströndum og ég held að ég hafi orðið skáld norður á Ströndum”. Þjóðargersemin Elísabet Kristín Jökulsdóttir, margverðlaunaður rithöfundur og skáld er gestur Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Í þættinum ræða þau á einlægan og opinskáan hátt um lífshlaup hennar, sorgir og sigra og hvað það er að vera manneskja, hluti af náttúrunni…

12. Þáttur. Ólafur Gestur Arnalds

12. Þáttur. Ólafur Gestur Arnalds

Ólafur G. Arnalds er vísindamaður inn að beini en hann er líka frábær bassaleikari. Óli hefur helgað starfsvettvang sinn fræðastörfum á sviði jarðvegs og vistkerfa og kennt ófáum háskólanemanum allt um moldina og mikilvægi hennar. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir fræðastörf sín og gaf nýverið út bókina „Mold ert þú“, stórvirki sem enginn ætti að láta fara framhjá sér…

11. Þáttur. Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland

11. Þáttur. Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland

“Lýðskólinn á Flateyri er staðurinn til að finna sig á” segir Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland í spjalli við Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Í þættinum ræða þau meðal annars hvað fékk þessa flottu ungu konu sem frá fjögurra ára aldri ólst upp í Noregi, var í norska hernum að loknum grunnskóla en flutti nýverið aftur til Íslands til að fara vestur og dvelja veturlangt á Flateyri, í faðmi vestfirskra fjalla.