28. Þáttur. Viðar Eggertsson

28. Þáttur. Viðar Eggertsson

Hann lék Drakúla greifa í leikhúsgerð í Dublin í tilefni 100 ára útgáfuafmælis bókarinnar um Drakúla og segir að sagan, sem var gefin út á Viktoríutímanum í Bretlandi árið 1897, sé afar erótísk með sterkum kynferðislegum undirtóni þegar nánar sé að gáð. Enda voru táknmyndir eina leiðin til að nálgast forboðna ávexti á þeim tíma. Viðar Eggertsson leikari, leikstjóri og varaþingmaður er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Viðar á langa og farsæla sögu úr heimi…

27. Þáttur. Óttarr Proppé

27. Þáttur. Óttarr Proppé

Óttarr Proppé, viðmælanda Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins, þarf vart að kynna, svo vel er hann munstraður inn í þjóðarsálina. Óttarr er einn af okkar betri listamönnum og hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi um árabil. Hann er söngvari hljómsveitarinnar Dr. Spock og meðlimur í rokksveitinni HAM. En hann á líka pólitíska fortíð. Óttarr var til að mynda einn af stofnendum Besta Flokksins í Reykjavík og varð borgarfulltrúi í kjölfar kosninganna árið 2010. Nokkrum árum seinna varð…

26. Þáttur. Þórunn Wolfram Pétursdóttir

26. Þáttur. Þórunn Wolfram Pétursdóttir

Þegar jafnaldrar hennar úr Garðabænum fóru í framhaldsskóla flutti hún 16 ára í sveitina, eignaðist börn og sinnti búskap. Áratug seinna var hún komin á skólabekk í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði og lærði þar umhverfisfræði. Þaðan var ekki aftur snúið, enda er þessi kona með eindæmum forvitin um lífið og tilveruna og hvernig allt í þessum heimi er órjúfanlega tengt inn í eina heildarmynd. Næstu 25 árin hélt hún áfram menntaveginn en þræddi leiðir…

25. Þáttur. Ingibergur Sigurðsson

25. Þáttur. Ingibergur Sigurðsson

Það var seinnipartinn í mars á síðasta ári sem hann fór í sneiðmyndatöku vegna óþæginda sem hann hélt að væru af völdum nýrnasteina. Meinið reynist hinsvegar vera alvarlegra en það, því hann greindist með nýrnakrabbamein sem hafði dreift sér bæði í lungun og lifrina. Fréttir sem enginn er búinn undir að fá en Ingibergur Sigurðsson, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins hefur náð að takast á við þetta óumbeðna…

24. Þáttur. Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur

24. Þáttur. Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur

Hán er miðill, raftónlistarkvár og sjálfmenntað í lífsins grúski. Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hán er mögnuð mannvera sem til dæmis hlustar á tónlist eins og við flest gerum en finnur líka bragð af einstaka tónum og sér þá í litum. Sumir tónar eru stríðir og geta kallað fram ógleði á meðan aðrir flæða og leiða hán í alsælu. Hán gengur í svefni og á það til að bregða sér steinsofandi úr húsi…

23. Þáttur. Svanur Gísli Þorkelsson

23. Þáttur. Svanur Gísli Þorkelsson

Hann segist stunda „Omnium Gatherum“, öðru nafni alþýðufræði. Rithöfundurinn og leiðsögumaðurinn Svanur Gísli Þorkelsson er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Svanur er fantagóður sögumaður og afar lipur penni. Það skemmir heldur ekki fyrir að hann hefur yfirgripsmikla söguþekkingu og fer á kostum í hverjum pistlinum á fætur öðrum á samfélagsmiðlum. Skiptir engu hvort umfjöllunarefnið tengist…

22. Þáttur. Unnur Birna Björnsdóttir

22. Þáttur. Unnur Birna Björnsdóttir

Unnur Birna Björnsdóttir, tónlistarkona og jassgeggjari, með meiru, er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hún er líklega hvað þekktust fyrir frábæran fiðluleik og söng en hún semur líka sjálf tónlist og hefur tekið þátt í mörgum leikverkum þar sem hún hefur bæði leikið, dansað og spilað. Unnur Birna hefur meðal annars spilað með Ian Anderson, söngvara hljómsveitarinnar Jethro Tull…

21. Þáttur. Gyða Dröfn Tryggvadóttir

21. Þáttur. Gyða Dröfn Tryggvadóttir

“You have to feel it to heal it” segir Gyða Dröfn Tryggvadóttir, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Gyða Dröfn er lýðheilsufræðingur EMPH, sérfræðingur í áfalla-og uppeldisfræðum (PIT Therapy) sem daglega er kallað meðvirkni og hefur iðkað Zen hugleiðslu í meira en 20 ár. Í þættinum spjalla þau Mummi vítt og breitt um lífið, til að mynda hvað það er að vera heil manneskja, hvernig meðvirkni í

20. Þáttur. Gylfi Þór Þorsteinsson

20. Þáttur. Gylfi Þór Þorsteinsson

“Maður mælir styrkleika og stærð einstaklings ekki í því hversu oft hann er sleginn niður heldur bara hversu snöggur hann er að standa upp – og stundum er það [að standa upp] erfitt” segir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður fjöldahjálparstöðvar Rauða Krossins, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Gylfi er reynslubolti sem starfaði lengi við fjölmiðla en færði sig síðar á vettvang hjálparstarfs, enda brennur…

19. Þáttur. Stefán Jón Hafstein

19. Þáttur. Stefán Jón Hafstein

“Ég bara verð að segja frá þessu” segir Stefán Jón Hafstein rithöfundur í spjalli sínu við Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins og segir það vera sinn lífsferil og jafnvel lífsköllun að vera maðurinn sem segir frá. Stefán Jón starfaði á árum áður í útvarpi og sjónvarpi hérlendis og tók virkan þátt í borgarpólitíkinni á fyrsta áratug aldarinnar en hefur frá árinu 2007 starfað á alþjóðavettvangi á vegum Þróunarsamvinnustofnunar…

18. Þáttur. Axel Á Njarðvík

18. Þáttur. Axel Á Njarðvík

“Trúlaus maður er væntanlega ekki til vegna þess að til þess að geta tekist á við raunveruleikann þarftu að bera traust til hans. Annars verðurðu kvíðanum að bráð eða óttanum að bráð.” Axel Á. Njarðvík prestur í Skálholti er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Axel hóf nám í verkfræði við HÍ á sínum tíma en ákvað af forvitni að færa sig yfir í guðfræðinám. Hann fann sína köllun þar og hefur starfað sem prestur…

17. Þáttur. Valgerður Árnadóttir

17. Þáttur. Valgerður Árnadóttir

Valgerður Árnadóttir aktívisti, grænkeri, náttúrubarn og varaþingmaður Pírata er nýjasti viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum. Hún hefur verið mjög áberandi í umræðunni síðustu misserin og er óhrædd við að vekja athygli á því sem betur mætti fara í samfélaginu, hvort sem það tengist hvalveiðum, sjókvíaeldi, þauleldi dýra, gerendameðvirkni eða öðru sem henni finnst þurfa að draga upp á yfirborðið, inn í umræðu dagsins…