Unnur Birna Björnsdóttir, tónlistarkona og jassgeggjari, með meiru, er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hún er líklega hvað þekktust fyrir frábæran fiðluleik og söng en hún semur líka sjálf tónlist og hefur tekið þátt í mörgum leikverkum þar sem hún hefur bæði leikið, dansað og spilað. Unnur Birna hefur meðal annars spilað með Ian Anderson, söngvara hljómsveitarinnar Jethro Tull…
