18. Þáttur. Axel Á Njarðvík

18. Þáttur. Axel Á Njarðvík

“Trúlaus maður er væntanlega ekki til vegna þess að til þess að geta tekist á við raunveruleikann þarftu að bera traust til hans. Annars verðurðu kvíðanum að bráð eða óttanum að bráð.” Axel Á. Njarðvík prestur í Skálholti er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Axel hóf nám í verkfræði við HÍ á sínum tíma en ákvað af forvitni að færa sig yfir í guðfræðinám. Hann fann sína köllun þar og hefur starfað sem prestur…

17. Þáttur. Valgerður Árnadóttir

17. Þáttur. Valgerður Árnadóttir

Valgerður Árnadóttir aktívisti, grænkeri, náttúrubarn og varaþingmaður Pírata er nýjasti viðmælandi Mumma í Kalda Pottinum. Hún hefur verið mjög áberandi í umræðunni síðustu misserin og er óhrædd við að vekja athygli á því sem betur mætti fara í samfélaginu, hvort sem það tengist hvalveiðum, sjókvíaeldi, þauleldi dýra, gerendameðvirkni eða öðru sem henni finnst þurfa að draga upp á yfirborðið, inn í umræðu dagsins…

16. Þáttur. Magnús J. Kjartansson

16. Þáttur. Magnús J. Kjartansson

“Ég er landamærabarn” segir Maggi Kjartans. tónlistarmaður sem fæddist og ólst upp í bítlabænum Keflavík með bandaríska herinn í bakgarðinum. Í nýjasta þætti Kalda Pottsins ræðir Mummi við Magga um flest annað en tónlistarferilinn hans og Trúbrot. Þeir ræða meðal annars æskuárin hans í Keflavík og vítt og breitt um lífið og tilveruna á léttu nótunum, enda hefur Maggi einstaka hæfileika á að krydda samtöl með kómík.