24. Þáttur. Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur

24. Þáttur. Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur

Hán er miðill, raftónlistarkvár og sjálfmenntað í lífsins grúski. Ísvöld Ljósbera Sigríðarbur er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hán er mögnuð mannvera sem til dæmis hlustar á tónlist eins og við flest gerum en finnur líka bragð af einstaka tónum og sér þá í litum. Sumir tónar eru stríðir og geta kallað fram ógleði á meðan aðrir flæða og leiða hán í alsælu. Hán gengur í svefni og á það til að bregða sér steinsofandi úr húsi…

23. Þáttur. Svanur Gísli Þorkelsson

23. Þáttur. Svanur Gísli Þorkelsson

Hann segist stunda „Omnium Gatherum“, öðru nafni alþýðufræði. Rithöfundurinn og leiðsögumaðurinn Svanur Gísli Þorkelsson er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Svanur er fantagóður sögumaður og afar lipur penni. Það skemmir heldur ekki fyrir að hann hefur yfirgripsmikla söguþekkingu og fer á kostum í hverjum pistlinum á fætur öðrum á samfélagsmiðlum. Skiptir engu hvort umfjöllunarefnið tengist…

22. Þáttur. Unnur Birna Björnsdóttir

22. Þáttur. Unnur Birna Björnsdóttir

Unnur Birna Björnsdóttir, tónlistarkona og jassgeggjari, með meiru, er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Hún er líklega hvað þekktust fyrir frábæran fiðluleik og söng en hún semur líka sjálf tónlist og hefur tekið þátt í mörgum leikverkum þar sem hún hefur bæði leikið, dansað og spilað. Unnur Birna hefur meðal annars spilað með Ian Anderson, söngvara hljómsveitarinnar Jethro Tull…