30. Þáttur. Magnús Þór Sigmundsson

30. Þáttur. Magnús Þór Sigmundsson

Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður með meiru er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Magnús er eitt stærsta nafnið í íslenskri tónlistarsögu og er á meðal ástsælustu laga- og textahöfunda landsins. Hann hefur verið í tónlistar- bransanum frá árinu 1966 og er enn að. Í þættinum fara þeir Mummi víða og ræða meðal annars tónlistarferilinn hans og ár Magnúsar og Jóhanns á erlendri grundu, svo sem þegar þeim var boðið að flytja til USA til að gerast…

29. Þáttur. Þorgeir Frímann Óðinsson

29. Þáttur. Þorgeir Frímann Óðinsson

Hann venti kvæði sínu í kross eftir að hafa verið í framlínu tölvuleikjaframleiðenda hérlendis um árabil og sinnir nú verkefnum sem næra sálina, umfram annað. Þorgeir Frímann Óðinsson, listamaður, leikmyndahönnuður, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður samtaka tölvuleikjaframleiðenda, svo eitthvað sé nefnt, er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Þorgeir á stórt og oft afar erfitt lífshlaup að baki en er í dag afar sáttur við lífið og þá fyrst og fremst…

28. Þáttur. Viðar Eggertsson

28. Þáttur. Viðar Eggertsson

Hann lék Drakúla greifa í leikhúsgerð í Dublin í tilefni 100 ára útgáfuafmælis bókarinnar um Drakúla og segir að sagan, sem var gefin út á Viktoríutímanum í Bretlandi árið 1897, sé afar erótísk með sterkum kynferðislegum undirtóni þegar nánar sé að gáð. Enda voru táknmyndir eina leiðin til að nálgast forboðna ávexti á þeim tíma. Viðar Eggertsson leikari, leikstjóri og varaþingmaður er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Viðar á langa og farsæla sögu úr heimi…