12. Þáttur. Ólafur Gestur Arnalds

12. Þáttur. Ólafur Gestur Arnalds

Ólafur G. Arnalds er vísindamaður inn að beini en hann er líka frábær bassaleikari. Óli hefur helgað starfsvettvang sinn fræðastörfum á sviði jarðvegs og vistkerfa og kennt ófáum háskólanemanum allt um moldina og mikilvægi hennar. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir fræðastörf sín og gaf nýverið út bókina „Mold ert þú“, stórvirki sem enginn ætti að láta fara framhjá sér…

11. Þáttur. Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland

11. Þáttur. Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland

“Lýðskólinn á Flateyri er staðurinn til að finna sig á” segir Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland í spjalli við Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Í þættinum ræða þau meðal annars hvað fékk þessa flottu ungu konu sem frá fjögurra ára aldri ólst upp í Noregi, var í norska hernum að loknum grunnskóla en flutti nýverið aftur til Íslands til að fara vestur og dvelja veturlangt á Flateyri, í faðmi vestfirskra fjalla.

10. Þáttur. Gunnar Dan Wiium

10. Þáttur. Gunnar Dan Wiium

Það er ekki auðvelt að draga saman í nokkrum línum lýsingu á Gunnari Dan. Hann er maður með hraðan virkan huga sem leitast við að finna tilgang í samhengi tilverunnar. Reynslubolti með lífsreynslu á við marga mannsaldra í flestum, ef ekki öllum litbrigðum ljóssins. Það einkennir Gunnar Dan þessi mikla útgeislun sem hrífur alla með sér og ýtir við fólki að sjá stóru myndina í samhengi…