27. Þáttur. Óttarr Proppé

27. Þáttur. Óttarr Proppé

Óttarr Proppé, viðmælanda Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins, þarf vart að kynna, svo vel er hann munstraður inn í þjóðarsálina. Óttarr er einn af okkar betri listamönnum og hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi um árabil. Hann er söngvari hljómsveitarinnar Dr. Spock og meðlimur í rokksveitinni HAM. En hann á líka pólitíska fortíð. Óttarr var til að mynda einn af stofnendum Besta Flokksins í Reykjavík og varð borgarfulltrúi í kjölfar kosninganna árið 2010. Nokkrum árum seinna varð…

26. Þáttur. Þórunn Wolfram Pétursdóttir

26. Þáttur. Þórunn Wolfram Pétursdóttir

Þegar jafnaldrar hennar úr Garðabænum fóru í framhaldsskóla flutti hún 16 ára í sveitina, eignaðist börn og sinnti búskap. Áratug seinna var hún komin á skólabekk í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði og lærði þar umhverfisfræði. Þaðan var ekki aftur snúið, enda er þessi kona með eindæmum forvitin um lífið og tilveruna og hvernig allt í þessum heimi er órjúfanlega tengt inn í eina heildarmynd. Næstu 25 árin hélt hún áfram menntaveginn en þræddi leiðir…

25. Þáttur. Ingibergur Sigurðsson

25. Þáttur. Ingibergur Sigurðsson

Það var seinnipartinn í mars á síðasta ári sem hann fór í sneiðmyndatöku vegna óþæginda sem hann hélt að væru af völdum nýrnasteina. Meinið reynist hinsvegar vera alvarlegra en það, því hann greindist með nýrnakrabbamein sem hafði dreift sér bæði í lungun og lifrina. Fréttir sem enginn er búinn undir að fá en Ingibergur Sigurðsson, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins hefur náð að takast á við þetta óumbeðna…